Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sunnudagur, 24. janúar 2010
Vel heppnað þorrablót.
Þorrablótinu lauk eiginlega ekki fyrr en fór að líða á seinni part dags í dag. Eftir að hafa verið komin heim rétt fyrir klukkan fimm í fyrrinótt eftir létta tiltekt þá var hafist handa aftur í dag kl. 12:00 til að klára að þrífa og koma öllu á sinn stað. Taka saman dansgólfið, sviðið, tjöldin, barina, kælana,dósirnar, ruslið, stólana, borðin og allt hitt.
Ég fékk símtal frá bróður mínum í dag og þegar maður fer að telja upp í símanum allan undirbúninginn og smáatriðin sem þorrablótsnefndin þarf að hafa í huga þá eiginlega fattaði maður það sjálfur hvað það er í raun ótrúlega mikið sem þarf að huga að fyrir eitt stykki þorrablót.
Maður fer að skilja orðatiltækið "Róm var ekki byggð á einum degi" þegar allt þetta er afstaðið.
Mér langar að nota tækifærið og þakka öllum sem eru með mér í nefndinni fyrir frábæran árangur og glæsilegt kvöld í gær. Og allir þeir sem komu að þessu með okkur eiga heiður skilið.
Ég segi líka til hamingju allir Mosfellingar fyrir glæsilegt þorrablót og vonandi er þetta komið til að vera um ókomna framtíð.
Laugardagur, 23. janúar 2010
Þorrablótið er í kvöld
Í kvöld hefst þorrablót Aftureldingar og verður mikið um dýrðir. Þorrablótið er orðin stór partur í menningarlífi Mosfellinga og alltaf verið vel tekið.
Fyrir þá sem ekki komast í matin og skemmtunina þá eru allri velkomnir á ballið. En húsið opnar kl. 23:30 fyrir ballgesti. Bob Gillan og Ztrandverðirnir munu hita upp fyrir Ingó og veðurguðina.
Sjáumst á Þorrablótinu.
Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Það þarf að efla og fjölga atvinnuskapandi verkefnum í Mosfellsbæ.
Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Nú hlýtur vélin að vera farin í gang.
Miðað við það hvernig mínir menn í Liverpool spiluðu í gær þá hljóta þeir að vera búnir að taka hausin úr sandinum og farnir að gera sig grein fyrir því að þeir þurfa að sigra til að ná markmiðum sínum.
Flottur sigur þótt allar aðal stjörnurnar hafi ekki verið með.
Kuyt tryggði Liverpool sigur á Tottenham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 20. janúar 2010
Eflum miðbæinn okkar
Með eflingu miðbæjartorgs og uppbyggingar nýrrar Kirkju , framhaldsskóla og annara fyrirtækja verður hægt að vinna markvist í því að efla líf og þjónustu við nýtt miðbæjartorg, og hægt að tengja aðrar byggingar og starfsemi við torgið og bjóða uppá blómlegt líf og verslun,hvort sem það er á sumri til eða vetri. Það væri til að mynda hægt að virkja útimarkaði og vera með lifandi tónlist og skemmtanir sem mundu heldur betur lífga upp á miðbæjarstemninguna og um leið verða aðdráttunarafl útávið.
Mánudagur, 18. janúar 2010
Það er ekki svona sem menn takast á í Mosfellsbæ.
Skemmtilegt hvernig menn takast á úti í hinum stóra heimi.
Gaman af þessari frétt á mbl.is
Þótt íslenskir þingmenn takist oft hart á er það gert munnlega og í samræmi við strangar reglur og hefðir. Í Asíu kemur hins vegar fyrir að þingmenn láti hendur skipta, líkt og gerðist í þingi Taívan í morgun.
Harðar deilur hafa verið milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Taívan um lagafrumvarp, sem gerir ráð fyrir að dómarar verði skipaðir en ekki kjörnir eins og nú er.
Deilurnar voru svo harðar að upp úr sauð og þingmenn stjórnarflokksins KMT slógust við stjórnarandstæðinga í DPP.
Það fylgir sögunni að lagafrumvarpið var á endanum samþykkt.
Sjá link Slagsmálaþing
Slagsmálaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 16. janúar 2010
Björt framtíð í Mosfellsbæ
Grein eftir mig sem birtist í Mosfellingi 15. janúar.
Þegar við fjölskyldan fluttum í Mosfellsbæ í febrúar 2006 þá höfðum við lengi horft til bæjarins með þann draum í hjarta að einn daginn skyldum við festa hér rætur. Þetta byrjaði allt saman árið 1997 þegar ég hóf að leika með Handknattleiksfélagi Mosfellsbæjar (HM). Árið 2000 gengum við hjónin í það heilaga og það kom ekkert annað til greina en að gifta sig í fallegustu kirkju landsins, Lágafellskirkju. Ári síðar var dóttir okkar skírð í sömu kirkju. Eftir það var ekki aftur snúið.
Komum Mosfellsbæ á kortið
Það hefur mikið áunnist í bæjarfélaginu okkar á undanförnum árum og þegar allt lék í lyndi á Íslandi þá fórum við ekki varhluta af því. Mikill uppgangur var og heilu hverfin risu í túnfætinum. Frá því að síðast var kosið í bænum hefur íbúafjöldi aukist um rúm 15%. Næstu fjögur ár verða að öllum líkindum erfið og þurfum við á öllum okkar kröftum að halda til að bæta ekki fleiri álögum á þegna þessa bæjarfélags. Það hafa hinsvegar mörg önnur bæjarfélög þurft að gera og munu þurfa að gera á næstu árum. En hvað getum við gert til þess að fá tekjur í bæjarfélagið án þess að það komi allt frá íbúunum sjálfum? Jú, við þurfum að gera bæinn okkar áhugaverðan fyrir fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir. Það þarf að fá fólk til að heimsækja okkur og nýta sér þá þjónustu og verslun sem hér er í boði. Góðar fréttir bárust í miðri kreppu þegar gengið var frá samningi um byggingu einkasjúkrahúss og hótels á Tungumelum. Með þessum tímamótasamningi fylgja ótrúlega mörg tækifæri fyrir okkur Mosfellinga. Við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda rétt á spilunum og tryggja okkur í sessi sem áhugaverður og eftirsóknarverður áningarstaður.
Brettum upp ermar
Ég er tilbúinn til að leggja mitt af mörkum til að gera bæinn okkar að enn betri bæ og vinna ötullega fyrir Mosfellinga. Hvort sem það er í íþrótta- og æskulýðsmálum, atvinnu, umhverfis eða skólamálum að ég tali nú ekki um skipulagsmálin. Þrátt fyrir að vera eitt best rekna sveitarfélagið á landinu þá er alltaf tækifæri til að gera betur. Brettum upp ermar og byrjum að vinna til framtíðar fyrir okkur öll. Ég óska eftir stuðningi þínum í 4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem fram fer þann 6. febrúar.
Í tilefni framboðsins hef ég opnað bloggsíðu, www.runarbragi.blog.is og þar verður hægt að fylgjast með skrifum mínum og áherslumálum.
Rúnar Bragi Guðlaugsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 16. janúar 2010
Tökum þátt í aðstoðinni
Það er hræðilegt að fylgjast með úr fjarlægð og maður getur í raun ekki sett sig í spor heimamanna.
Það er þó hægt að leggja íbúum Haíti lið með því að láta gott af sér leiða í gegnum Rauða Kross Íslands.
Smelltu hér til að láta gott af þér leiða. http://raudikrossinn.is/
Rauði kross Íslands hefur þegar sent söfnunarfé til neyðaraðgerða Alþjóða Rauða krossins vegna hamfaranna í Haítí. Um 17 milljónir króna hafa safnast á fyrstu tveimur sólarhringunum. Ljóst er að mikil þörf verður fyrir fjármagn vegna uppbyggingar á eyjunni í kjölfar neyðaraðgerðanna
Rústabjörgun Íslendinga (myndband) | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 15. janúar 2010
Glæsilegur Mosfellingur
Til hamingju Embla með það að vera valin Mosfellingur ársins.
Embla á þetta sannarlega skilið og ég veit að bæjarbúar eru sammála og stoltir af því hvað Embla hefur staðið sig vel þrátt fyrir fötlun sína.
Frábært framtak hjá bæjarblaði okkar og frábærlega vel valið.
Embla Ágústsdóttir Mosfellingur ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 14. janúar 2010