Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 13. janúar 2010
Miðasala og borðapantanir gengu vel.
Fullt var út úr dyrum á N1 í kvöld þegar miðasala byrjaði á Þorrablót Aftureldingar. Gott skipulag var þegar fyrstu menn tóku einfaldlega númer svo þeir gætu valið sér borð. Miðasala hófst kl.19:30 og voru fyrstu menn mættir kl. 18:30. Allt gekk vel fyrir sig og það sumir fengu hressingu í röðinni að hætti þorrans.
Miðasala aftur á morgun
Á morgun kl. 19:30 verður aftur hægt að nálgast miða og panta sér borð og eru miklar líkur á því að það verði orðið uppselt áður en uppgefin tími líður.
Þorrablót Aftureldingar er virkilega að festa sig í sessi meðal bæjarbúa og það er öruggt að blótið er komið til að vera.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)