Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Framboðsfundur í Hlégarði 3.febrúar kl. 20:00

Á morgun miðvikudag verður haldin framboðsfundur í Hlégarði þar sem okkur frambjóðendum gefst kostur á að kynna okkar málefni og skoðanir fyrir gestum og gangandi, ásamt því að taka á móti spurningum úr sal. Það verður án efa glatt á hjalla og margir sem vilja koma á framfæri spurningum til bæði núverandi bæjarfulltrúa og þeirra sem nú eru að bjóða sig fram í prófkjörinu.

Ég hvet þig til að mæta og taka þátt í umræðunum og fylgjast með ræðum frambjóðenda.

Kveðja,

Rúnar Bragi Guðlaugsson


Úff þá getur maður andað léttar..

Eftir að vera búin að fá að færa til dagskrá og allt að smella, þá fékk maður þær fréttir að flugmenn væru á leiðinni í verkfall á fimmtudaginn. Það er einmitt sami dagur og áætluð brottför okkar er til Þýskalands. Það var komið plan A - B og C en sem betur fer þá er þessi deila leyst.  Allavega um sinn. Ég vona bara að allir gangi sáttir frá borði og ég þurfi ekki að vera með hjartað í buxunum yfir því að einfaldir hlutir eins og framboðsfundur þurfi að færast út af verkfalli. Nóg er nú búið að vandræðast yfir þessu öllu saman.Smile

 


mbl.is Verkfalli flugmanna frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til móts við kjósendur

dreifimidi

Íþróttir og tómstundir barna okkar er besta forvörnin. Tryggjum okkur viðunandi aðstöðu og verum betur í stakk búin og samkeppnishæf við nágrannasveitafélög okkar.

Í Mosfellsbæ er næstum fullkomin aðstaða fyrir börn og unglinga varðandi  íþróttir, tómstundir og aðra menningu.Það er alltaf hægt að gera betur. Það að halda börnum okkar við efnið er okkar besta forvörn og við verðum að tryggja það að viðunandi aðstaða sé áfram og kappkosta við að viðhalda og bæta við þá aðstöðu sem í boði er.

Nú hefur hestafélagið okkar eignast glæsilega reiðhöll og er mikil lyftistöng fyrir hestamenn og þurfum við að halda áfram á þeirri braut sem lögð hefur verið. Næsta verkefni í mínum huga er yfirbyggt íþróttahús með grasvelli, sem á að nýtast fyrir allar almennar úti- og inniíþróttir.

gervigras


Cafe Kidda Rót opnar í Mosfellsbæ.

Það er ánægjulegt að í Mosfellsbæ vilja menn og konur setja á stofn nýtt fyrirtæki.

Í dag átti ég leið framhjá Krónunni og stoppaði hjá Cafe Kidda Rót, en Kiddi sjálfur var þar á fullu ásamt iðnaðarmanni að smíða og koma fyrir nýjum veitingastað sem mun opna um mánaðarmótin næstu jafnvel fyrr. Ég gaf mér á tal við Kidda og líst mér rosalega vel á það sem hann er að gera. Hann var bjartsýnn og vongóður um að Mosfellingar muni taka honum vel og ætlar hann að kappkosta við það að veita fyrsta flokks þjónustu og góðan mat á sanngjörnu verði.

Ég fagna því að menn sýni frumkvæði og kjark og komi hingað til okkar í bæinn til að taka þátt í að byggja hann upp innan frá.

Ég hlakka til þegar Cafe Kidda Rót opnar og óska ég honum góðs gengis.

Cafe_kidda


Kíktu í kaffi og með því

Núna klukkan 11:00 þá verður opið í Háholti félagsheimili Sjálfstæðismanna þar sem þú getur hitt frambjóðendur og spjallað með léttum morgunverði og kaffisopa.

Það verður glatt á hjalla og svo tekur landsleikurinn við klukkan 13:00 og ég er sannfærður um að öll þjóðin er að fylgjast með.

Þetta er svo síðasti laugardagur fyrir prófkjörið og stóra stundin að fara að renna upp.

 


Við þurfum að stórauka ferðaþjónustu og auka til muna afþreyingarmöguleika og svæði fyrir ferðamenn með það að markmiði að ferðamönnum fjölgi.

 Mosfellsbær er fallegur bær sem bíður uppá endalausa útivistarmöguleika, göngu- og hestaferðir, ásamt ýmsum hlaupaleiðum. Glæsilegar sundlaugar og íþróttasvæði ásamt því að við erum með tvo frábæra golfvelli og mótorkrossaðstöðu og margt fleira, þá vantar okkur tilfinnanlega almennilega aðstöðu fyrir ferðafólk hvort sem það er innlent eða erlent. Mosfellsbær á að geta boðið uppá alla þjónustu og vera „sveit í borg“ og gefa ferðalöngum kost á því að sameinast á góðu almenningssvæði og slá upp tjaldborgum með allri nauðsynlegri aðstöðu. Þetta bíður uppá það að við getum haldið hér stórviðburði á við Landsmót og fleiri stórviðburði. Með þessu aukum við enn möguleika bæjarins á því að auka tekjur sínar með aukinni verslun í heimabyggð.

Offita barna og unglinga.

Í dag var sett í loftið ný heimasíða sem fjallar um offitu barna og unglinga http://lettariaeska.is/

Á síðunni sem er farið yfir þá staðreynd að offita barna hefur aukist til muna á síðustu árum og áratugum.  Þar er líka farið yfir það hvað er til ráða, hverjar eru afleiðingarnar og margt fleira.

Ég set hérna texta beint af síðunni sem segir hverjar heilsu leiðir og ráð eru til að koma í veg fyrir offitu barna og unglinga. Þetta er frábær síða og gott framtak og sannar enn og aftur hvað íþróttir og hreyfing er holl fyrir alla.

 

Ráð

Þegar ná á árangri í ofþyngd og offitu barna og unglinga er mikilvægt að hafa í huga að megrunarkúrar eru ekki æskileg leið þar sem börn eru að vaxa og þroskast og þurfa á fjölbreyttu og næringarríku mataræði að halda. Árangur í  ofþyngd er langtímamarkmið sem miðast að því að börn og unglingar í örum vexti hætti að þyngjast þar til líkamsþyngd samsvarar líkamshæð og barnið er komið í kjörþyngd. Æskilegt er að unglingar sem eru ekki lengur í örum vexti missi um 0,5 til 1 kg. á viku þar til kjörþyngd er náð og viðhalda þeirri þyngd.

Mikilvægast er að leggja áherslu á aukna hreyfingu sem og hollt og skynsamlegt mataræði. 
Hreyfing
  • Börn þurfa reglulega hreyfingu a.m.k eina kls. á dag
  • Börn þurfa margbreytilega hreyfingu
  • Börn þurfa hvatningu til þess að stunda skipulagða íþróttastarfsemi
  • Börn þurfa hvatningu til að viðhalda þeirri hreyfingu sem þau hafa tileinkað sér
  • Börn þurfa hvatningu til að stunda leiki, útileiki og aðra almenna hreyfingu
  • Börn þurfa hvatningu í að ganga eða hjóla á milli staða í stað þess að fara á bíl
  • Börn þurfa reglur um sjónvarpsáhorf og tölvuleikja notkun, ekki meira en tvo tíma á dag
Mataræði
  • Börn þurfa að borða reglulega eða fimm til sex sinnum á dag
  • Börn þurfa að borða morgunmat
  • Börn þurfa að kynnast fjölbreyttu mataræði frá unga aldri
  • Börn þurfa hollt og næringarríkt mataræði sem hæfir aldri þeirra og þroska
  • Börn þurfa að borða ávexti og grænmeti, minnst fimm á dag
  • Börn þurfa að hafa reglulega matmálstíma
  • Börn þurfa að borða fisk a.m.k tvisvar í viku
  • Börn þurfa að borða fituminni mjólkurvörur í stað fituríkra
  • Börn þurfa að borða trefjaríkan mat
  • Börn þurfa að borða lítið af sælgæti
  • Börn þurfa að drekka mikið vatn
  • Börn þurfa að drekka lítið af gosdrykkjum
Foreldrar gegna lykilhlutverki í baráttunni við ofþyngd barna.  Foreldrar sem eru of þungir eru líklegri til að skapa umhverfi sem stuðlar að ofþyngd og offitu barna. Foreldrar geta minnkað líkurnar á því að börn verði of feit á fullorðinsárum með því að vera fyrirmynd barna sinna og lifa heilbrigðu líferni, stunda reglulega hreyfingu og temja sér hollar og góðar matarvenjur.
offita

 


Fréttatilkynning á mbl.is í dag

RunarBRúnar Bragi Guðlaugsson, innkaupastjóri Fríhafnarinnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Rúnar situr í stjórn sjálfstæðisfélagsins í Mosfellsbæ og hefur verið sjálfboðaliði hjá Aftureldingu, samkvæmt fréttatilkynningu.

Rúnar Bragi er með diploma frá Endurmennt Háskóla Íslands í rekstrar- og viðskiptafræði og markaðs- og útflutningsfræði.

Rúnar er 37 ára, giftur Bylgju Báru Bragadóttur og eiga þau saman 2 börn, Braga Þór 15 ára og Birtu Rut 8 ára.


mbl.is Rúnar Bragi stefnir á fjórða sætið í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennan í hámarki

EM

Það er rosalegt að sjá hvað íslensku strákarnir eru að standa sig vel á EM. Núna er hálfleikur og Ísland yfir á móti Króötum.  Spennan í hámarki og vonandi klára þeir þetta með glæsibrag.

Áfram Ísland


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband