Sunnudagur, 31. janúar 2010
Íþróttir og tómstundir barna okkar er besta forvörnin. Tryggjum okkur viðunandi aðstöðu og verum betur í stakk búin og samkeppnishæf við nágrannasveitafélög okkar.
Í Mosfellsbæ er næstum fullkomin aðstaða fyrir börn og unglinga varðandi íþróttir, tómstundir og aðra menningu.Það er alltaf hægt að gera betur. Það að halda börnum okkar við efnið er okkar besta forvörn og við verðum að tryggja það að viðunandi aðstaða sé áfram og kappkosta við að viðhalda og bæta við þá aðstöðu sem í boði er.
Nú hefur hestafélagið okkar eignast glæsilega reiðhöll og er mikil lyftistöng fyrir hestamenn og þurfum við að halda áfram á þeirri braut sem lögð hefur verið. Næsta verkefni í mínum huga er yfirbyggt íþróttahús með grasvelli, sem á að nýtast fyrir allar almennar úti- og inniíþróttir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já slíkt hús yrði fljótlega lang fjölmennasta félagsmiðstöðin í bænum, hvar væri betra að vita af börnum sem hafa ekkert að gera ?
Hanna Símonar (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.