Laugardagur, 30. janúar 2010
Cafe Kidda Rót opnar í Mosfellsbæ.
Það er ánægjulegt að í Mosfellsbæ vilja menn og konur setja á stofn nýtt fyrirtæki.
Í dag átti ég leið framhjá Krónunni og stoppaði hjá Cafe Kidda Rót, en Kiddi sjálfur var þar á fullu ásamt iðnaðarmanni að smíða og koma fyrir nýjum veitingastað sem mun opna um mánaðarmótin næstu jafnvel fyrr. Ég gaf mér á tal við Kidda og líst mér rosalega vel á það sem hann er að gera. Hann var bjartsýnn og vongóður um að Mosfellingar muni taka honum vel og ætlar hann að kappkosta við það að veita fyrsta flokks þjónustu og góðan mat á sanngjörnu verði.
Ég fagna því að menn sýni frumkvæði og kjark og komi hingað til okkar í bæinn til að taka þátt í að byggja hann upp innan frá.
Ég hlakka til þegar Cafe Kidda Rót opnar og óska ég honum góðs gengis.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.1.2010 kl. 22:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.