Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Það þarf að efla og fjölga atvinnuskapandi verkefnum í Mosfellsbæ.
Eitt af stóru málunum í bæjarfélaginu okkar er að til stendur að reisa sjúkrahús og hótel við köldukvíslagljúfur austast á Tungumelum. Sjúkrahús sem sérhæfir sig í mjaðmaliða- og hnjáaðgerðum. Ef þetta verður að veruleika er stórt skref unnið í fjölgun á atvinnu í sveitafélaginu og það þarf að halda áfram og byggja upp og fá fleiri fyrirtæki sem gætu nýtt sér þau tækifæri sem geta skapast við þetta uppbyggingu. Ekki aðeins að það skapi fleiri störf heldur einnig eru þetta góðar aukatekjur fyrir bæjarfélagið á þessum erfiðu tímum á Íslandi, sem allir Mosfellingar munu njóta góðs af. Arfleið svona verkefnis mun samstundis skila sér til bæjarbúa sem og annara fyrirtækja og stofnana í bænum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sjáumst eldhressir á blótinu minn kæri.
Þið hafið staðið ykkur með miklum sóma í undirbúningsnefndinni að vanda.
Bestu kveðjur úr Tungunni frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 23.1.2010 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.