Færsluflokkur: Bloggar

Góðum fundi var rétt að ljúka

Fundur í gangiAllir endar við það að verða hnýttir, og það er öruggt að þorrablótið 23. janúar verður það flottasta til þessa Smile

Nefndin búin að ræða saman í allt kvöld og hlakkar mikið til.

Hérna má sjá nefndarmenn ræða málin í Tröllateignum í kvöld.

Munið eftir forsölunni á N1 13. og 14. jan, kl. 19:30 þar verður einnig tekið við borðapöntunum. Mjög vinsælt hefur verið að hópar og vinnustaðir hafi tekið sig saman og pantað sér borð á góðum stað.


Þorrablótsfundur í kvöld

Í kvöld verður haldin fundur með stjórn þorrablótsnefndar og verður tíminn í kvöld notaður til að fínpússa alla lausa enda því það eru ekki nema 16 dagar í blótið.

Þess má geta að þetta er 3ja þorrablótið sem ég kem að og einnig stærstur hluti núverandi nefndarmanna. Segja má að Þorrablót UMFA hafi slegið í gegn og hafa færri komist að en vilja og blótin tekist afar vel og öll umgjörð hefur verið eins og best verður á kosið.  Í ár verður það Ingó og Veðurguðirnir sem munu halda uppi stuðinu fram á nótt.

Hin Mosfellska og frábæra hljómsveit Bob Gillan og Ztrandverðirnir munu hita mannskapinn upp eins og fyrri ár, eru meðlimir sveitarinnar orðnir fastur partur á blótinu sem og Vignir í Hlégarði en hann sér af sinni einstöku snilld um allar kræsingarnar.

Barna og unglingastarf Aftureldingar nýtur góðs af öllum hagnaði sem hlýst af kvöldinu og bindum við miklar vonir við að þorrablótsgestir fyrri ára haldi áfram að styðja við bakið á yngstu kynslóðinni  sem stunda sínar íþróttir í Aftureldingu.

Þorrablót UMFA 2010


Brennan var stórkostleg !

Þrettándabrennan stóð svo sannarlega fyrir sínu og mannfjöldinn var rosalegur! Það virðist vera að það séu sett aðsóknarmet á hverju ári, og veðrið var frábært.

Flugeldasýninginn var að vanda sú flottasta.

Við skemmtum okkur konunglega :)

Birta og Bylgja að gera sig klárar fyrir gönguna

 

 

 

 

 

 

 

Hérna er verið að gera sig klára fyrir kyndlagönguna


Þrettándabrenna í kvöld

Undanfarin ár hefur verið haldin þrettándabrenna í Mosfellsbæ og af mörgum talin ein sú flottasta þótt víða væri leitað.

Lagt verður af stað frá miðbæjartorginu í fylkingu með blys og söng. fjöldasöngur undir stjórn Karlakórs Kjalnesinga, álfakóngur, álfadrottning, Grýla og leppalúði og þeirra hyski verða á svæðinu. Og að sjálfsögðu toppar þetta með glæsilegri flugeldasýningu að hætti Björgunarsveitarinnar Kyndils

Ég mun að sjálfsögðu ekki láta mig vanta og mæti ferskur með alla fjölskylduna.

Flugeldar


15 gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ

mos_hausSjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ heldur prófkjör til að ákveða röðun á lista flokksins í næstu bæjarstjórnarkosningum. Prófkjörið fer fram 6. febrúar n.k.

Eftirtaldir hafa skilað inn framboðum:

Bryndís Haralds, atvinnurekandi, Skeljatanga 12
Elías Pétursson, framkvæmdastjóri, Stórateigi 18
Eva Magnúsdóttir, forstöðumaður, Leirvogstungu 20
Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur, Dalatanga 29
Haraldur Haraldsson, fyrrv. framkv.stj., Klapparhlíð 3
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, Hulduhólum
Herdís Sigurjónsdóttir,  bæjarfulltrúi,  Rituhöfða 4
Hjörtur Methúsalemsson, nemi, Klapparhlíð 26
Hreiðar Örn Zoega Stefánsson, framkv.stj. Lágafellssóknar, Fálkahöfða 17
Júlía M. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, Þrastarhöfða 38
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, kennari, Áslandi 3
Rúnar Bragi Guðlaugsson, innkaupastjóri, Tröllateigi 21
Theodór Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, Súluhöfða 9
Þórhallur Kristvinsson, sölufulltrúi, Leirutanga 43-b
Örn Jónasson, viðskiptafræðingur, Hjarðarlandi 4-a


Kominn á bloggið

Í frostinu 2009Þessi bloggsíða er tileinkuð framboði mínu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer laugardaginn 6. febrúar 2010.

Fylgist með blogginu, en ég mun kappkosta við að setja inn færslur á hverjum degi fram að prófkjöri.

Kveðja,

Rúnar Bragi


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband