Miðvikudagur, 13. janúar 2010
Miðasala og borðapantanir gengu vel.
Fullt var út úr dyrum á N1 í kvöld þegar miðasala byrjaði á Þorrablót Aftureldingar. Gott skipulag var þegar fyrstu menn tóku einfaldlega númer svo þeir gætu valið sér borð. Miðasala hófst kl.19:30 og voru fyrstu menn mættir kl. 18:30. Allt gekk vel fyrir sig og það sumir fengu hressingu í röðinni að hætti þorrans.
Miðasala aftur á morgun
Á morgun kl. 19:30 verður aftur hægt að nálgast miða og panta sér borð og eru miklar líkur á því að það verði orðið uppselt áður en uppgefin tími líður.
Þorrablót Aftureldingar er virkilega að festa sig í sessi meðal bæjarbúa og það er öruggt að blótið er komið til að vera.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. janúar 2010
Síðast fauk allt um koll !
Landsmót var siðast haldið í Mosfellsbæ 1990 og þá brugðust veðurguðir bæjarbúum og þátttakendur voru í sögulegu lágmarki. Er ekki komin tími á að Mosfellingar fái tækifæri til að sína gestrisni sína og bjóða heim?
Rifjum það aðeins upp..
20. Landsmót UMFÍ í Mosfellsbæ 12. - 15. júlí 1990
Ungmennasamband Kjalarnesþings sá um undirbúning og framkvæmd mótsins en það fór fram dagana 12. - 15. júlí. Að þessu sinni brugðust veðurguðirnir gjörsamlega er þeir skelltu á mannskapinn veðri sem aldrei hafði sést á Landsmóti fyrr. Fyrsta mótsdaginn var veður hið besta en á föstudaginn byrjaði að hvessa og á laugardaginn gerði ofsarok, allt lauslegt fauk, tjöld losnuðu upp og fuku af stað svo að til vandræða varð. Af þessu leiddi að áætlanir um aðsókn brugðust og voru mótsgestir aðeins 5000 talsins.
Mótið hófst formlega með hátíðlegri athöfn á fimmtudagsmorgni að viðstöddum forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Hún ávarpaði mótið og gróðursetti síðan birkiplöntur, með aðstoð mótsgesta, í nýjum skrúðgarði við Varmárvöll. Sjálf setningarathöfnin fór svo fram á föstudagskvöldinu. Þar fluttu ávörp Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra og Svavar Gestsson menntamálaráðherra. F.h. íþróttamanna talaði hlaupastelpan Fríða Rún Þórðardóttir. Fimleikaflokkur frá UMSK og Danmörku sýndu, sýningarleikur var í ruðningsbolta og söngfuglar af ýmsu tagi skemmtu. Heiðursgestur mótsins var Hafsteinn Þorvaldsson fyrrum formaður UMFÍ.
Keppendur voru 1466 frá 28 samböndum. Keppt var í frjálsum íþróttum, sundi, borðtennis, glímu, júdó, starfsíþróttum, blaki, bridds, fimleikum, handknattleik, knattspyrnu, körfuknattleik og skák. Meðal sýningargreina sem keppt var í voru golf, íþróttir fatlaðra, karate, siglingar og hestaíþróttir. Sýningarmenn voru 573.
Staðreyndir um Landsmót.
Landsmót UMFÍ er fjölmennusta íþróttamót á Íslandi. Fyrsta mótið var haldið árið 1909, en síðan 1940 hafa þau verið haldin 3ja hvert ár með undantekningum. Á Landsmótum er keppt í mörgum greinum íþrótta auk ýmissa starfsíþrótta eins og dráttarvélarakstri, starfshlaupi, línubeitingu auk annarra greina. Fjöldi keppenda er um 2000 og þeir sem koma og fylgjast með eru frá 12 til 20.000, en hefur mest farið uppí 25.000 manns árið 1965 á Laugarvatni.
Það sem gerir mót þetta að stórviðburði á Íslandi er hinn mikli fjöldi keppenda og áhorfenda auk mikillar fjölbreytni í keppnisgreinum.
Landsmót UMFÍ hafa sett sterkan svip á íslenska íþróttasögu og þeim hefur jafnan fylgt mikil uppbygging á þeim stöðum sem mótin eru haldin. Þegar verið haldin 25 Landsmót, en það 26. verður haldið árið 2009 á Akureyri og eru 100 ár síðan fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið en það var einmitt haldið á Akureyri 1909. 100 ára sögu Landsmóta UMFÍ verður því fagnað á Akureyri 9.-12. júlí 2009.
Fimm sækja um unglingalandsmót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 12. janúar 2010
Besta forvörnin !
Langbesta forvörnin fyrir alla krakka og unglinga er tvímælalaust íþrótta og tómstundaiðkun. Ef foreldrar eru virkir og áhugasamir og styðja við bakið á sínum börnum í einu og öllu þá minnka stórlega líkur á því að barnið eða unglingurinn leiðist út á rangar brautir. Sjálfboðaliðastarf foreldra er oft vanmetið og þá oftast af sjálfum foreldrunum. Þegar barnið þitt stundar tómstundir eða íþróttir þá eru alltaf einhverjir foreldrar sem eru að vinna mikið starf til að leggja félaginu eða samtökunum lið. Sumir halda að þeir geti sent börnin sín í tíma hjá sínu félagi og allt gerist að sjálfu sér, þar á jú að vera fólk og starfsmenn sem sinna barninu og koma því áfram á framabraut.
Þessi félög þurfa líka góðan stuðning og skilning innan síns bæjarfélags.
Bæjarfélög skipta miklu máli þegar kemur að tómstundum barna og unglinga í sínu bæjarfélagi. Það að taka þátt í því að auðvelda aðgengi og geta tekið þátt í því að sameina t.d. skóla og tómstundir gefur börnunum ómetanlegan kraft til að halda áfram í því sem það gerir og getur stuðlað að því að viðkomandi einstaklingur eða hópar ná langt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. janúar 2010
Röðun á kjörseðilinn komin
Á fundi í gærkvöldi hittust frambjóðendur og drógu úr hatti númer sem segir til um hvar þeir verða á kjörseðlinum. Undirritaður dró töluna sex og sem þýðir að nafnið mitt verður númer 6 í röðinni.
15 frambjóðendur gefa kost á sér í prófkjörinu sem fram fer 6. febrúar.
Svona lítur röðin út;
Bryndís Haraldsdóttir | |
Hreiðar Örn Zoega Stefánsson | |
Þórhallur Kristvinsson | |
Theodór Kristjánsson | |
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir | |
4. | Rúnar Bragi Guðlaugsson |
Júlía M. Jónsdóttir | |
Haraldur Haraldsson | |
Hjörtur Methúsalemsson | |
Herdís Sigurjónsdóttir | |
Örn Jónasson | |
Eva Magnúsdóttir | |
Hafsteinn Pálsson | |
Elías Pétursson | |
Haraldur Sverrisson |
Bloggar | Breytt 12.1.2010 kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. janúar 2010
Frábær árangur
Það er ánægjulegt að ná að leggja Þjóðverja með samtals 8 mörkum á aðeins tveimur dögum í Þýskalandi. Vonandi er þetta það sem koma skal í Austurríki. Nú er bara að taka Portúgala á miðvikudaginn.
Ég sé fyrir mér að ef þetta er forsmekkurinn þá munu Íslendingar flykkjast á völlinn í Austurríki. Það er alltaf gaman að fá frí frá neikvæðri umræðu í þjóðfélaginu og brosa og hlakka til næsta leiks með "strákunum okkar"
ÁFRAM ÍSLAND
Aftur fjögurra marka sigur á Þjóðverjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. janúar 2010
Hver vill ekki fá þetta fólk í bæinn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 9. janúar 2010
Hver á að borga?
Gefum okkur það að ég reki vinsælustu SPA stofur landsins og ég sé með útibú um allt land, landsmenn keppast við að koma í allar meðferðirnar sem í boði eru og labba alltaf glaðir út eftir allar strokurnar og ráðin sem starfsmenn mínir hafa ráðlagt öllum viðskiptavinunum. Allt gengur eins og í sögu og fyrirtækið blómstrar og peningarnir streyma inn og mér líður eins og ég geti sigrað heiminn.
Á þessum tímapunkti þá ákveð ég að færa fyrirtækið á næsta "level" og setja upp SPA stofur í Bretlandi og Hollandi. Frábær hugmynd, nú skulu Bretarnir og Hollendingar finna hvernig alvöru SPA er í raun og veru, þeim mun líða eins og ný útsprunginni rós alla daga og líðan þeirra verður sem aldrei fyrr.
Það er best að byrja á því að selja öllum árskort því það er langhagstæðast fyrir viðskiptavinina og þeir munu græða mest á því. Já viti menn, árskortin flugu út og allt ætlaði um koll að keyra. Ég var að verða kóngurinn sjálfur og allir peningarnir sem viðskiptavinirnir komu með vááá ég þarf bara að koma þeim í örugga hirslu á einhverri góðri eyju sem engin getur fundið þá því ég ætla að eiga þá fyrir sjálfan mig og engan annan.
Skömmu seinna kemur svo að því..., vegna vatnsleka heima á íslandi í stærstu SPA höllinni og ég komst að því að ég hafði gleymst því í allri gleðinni að sá sem átti að sjá um að borga leiguna fyrir mig var bara búin að setja allan peninginn í eigin vasa og skuldirnar því staflast upp. Það er ekkert hægt annað að gera en að loka í útlöndum og hérna heima og reyna að gera sem best úr þessu.
Þá koma að sjálfsögðu allir korthafarnir og krefjast þess að fá árskortin sín endurgreidd!! Úpps hver á að borga?? Ég er eiginlega búin með allan peninginn í kampavín og veisluhöld og get nú ekki farið að hrófla neitt við aurunum sem ég er með á eyðieyjunni... ég þarf jú að eiga til mögru árana.
Ég veit.. látum bara íslensku þjóðina borga þetta fyrir mig til baka! Við Íslendingar erum alltaf svo gott fólk við hljótum að geta bætt þessu við okkur.
Bjarni: Eigum aðra kosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 9. janúar 2010
Dagurinn í dag
Eftir góðan fund í morgun með stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Mosfellsbæ og hollustu hádegisverð er stefnan tekin í bíó. Verður maður ekki að láta það eftir sér að fara á Bjarnferðason í Sambíóunum. Dóttir mín er búin að bíða eftir því að fá að fara á myndina og í dag skal vera farið.
Sonurinn fór í gær á Ísafjörð með afa sínum og ömmu og ætlar að reyna að renna sér á bretti um helgina ef snjórinn heldur sér ennþá í brekkunum.
Þetta lítur út fyrir að verða alveg prýðisdagur í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 9. janúar 2010
Ég óska eftir þinum stuðningi
Öllum flokksbundnum Sjálfstæðismönnum i Mosfellsbæ gefst kostur á að kjósa í prófkjöri 6. febrúar n.k. Ég sækist eftir 4.sæti í prófkjörinu og óska ég eftir þínum stuðningi.
Ef þú ert ekki skráður í flokkinn þá getur þú gert það hér:
http://www.xd.is/?action=ganga_i_flokkinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 9. janúar 2010
Frost og snjór hamlar íþróttaiðkun!
Það er alveg hrikalegt að heyra að það þurfi að leggja niður æfingar á gervigrasinu okkar vegna þess að hitalagnirnar ná ekki að bræða snjóinn. Frostið er svo mikið að það er beinlínis hættulegt að hleypa börnunum okkar út á völlinn.
Æfingar í dag hafa breyst mikið frá því að ég var sjálfur að æfa fótbolta í gamla daga, þá var alltaf spilað inni á annaðhvort dúk eða parketi, í dag eru 90% æfingatíma barna og unglinga hjá Aftureldinu á gervigrasi þó með undantekningu allra yngstu flokkanna. Ég er sannfærður um að það eru alltaf afföll á iðkendum vegna þess einfaldlega að þeir vilja ekki þurfa að sprikla úti í frostinu. Og hvað verður um þessa krakka sem annaðhvort hætta í íþróttum vegna aðstöðuleysis?
Það er löngu vitað að besta forvörnin sem hægt er að hugsa sér er að börnin okkar stundi íþróttir eins lengi og þau geta og hafa áhuga til. Það hjálpar ekki að þurfa að stunda sína íþrótt í brjálaðri norðanátt og gaddi.
Það er mín skoðun að okkur Mosfellinga vantar yfirbyggðan íþróttavöll. Möguleikar Mosfellinga með slíku húsi eru fjölþættir, ekki bara það að allir iðkendur geti stundað sínar æfingar inni á veturna , heldur bíður svoleiðis hús uppá endalausa möguleika á hinum ýmsu atburðum t.d. ráðstefnu - og tónleikahaldi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. janúar 2010
Tilkynning um framboð í Mosfellingi
Ég tilkynnti um framboð mitt í síðasta tölublaði Mosfellings sem kom út þann 18. desember.
Hér má sjá þá tilkynningu:
Rúnar Bragi sækist eftir fjórða sætinu
Rúnar bragi Guðlaugsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer 6. febrúar. Rúnar starfar sem innkaupastjóri Fríhafnarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Rúnar situr í stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Mosfellsbæ. Hann hefur einnig unnið að ýmsum félagsstörfum, m.a. verið í stjórn barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar UMFA auk þess sem hann hefur verið formaður Þorrablótsnefndar.
"Ástæða þess að ég gef kost á mér er einlægur áhugi á að láta gott af mér leiða samfélaginu til heilla. Þetta er mikil áskorun og vil ég leggja mtt af mörkum til að gera góðan bæ betri," segir Rúnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. janúar 2010
Góðum fundi var rétt að ljúka
Allir endar við það að verða hnýttir, og það er öruggt að þorrablótið 23. janúar verður það flottasta til þessa
Nefndin búin að ræða saman í allt kvöld og hlakkar mikið til.
Hérna má sjá nefndarmenn ræða málin í Tröllateignum í kvöld.
Munið eftir forsölunni á N1 13. og 14. jan, kl. 19:30 þar verður einnig tekið við borðapöntunum. Mjög vinsælt hefur verið að hópar og vinnustaðir hafi tekið sig saman og pantað sér borð á góðum stað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7. janúar 2010
Þorrablótsfundur í kvöld
Í kvöld verður haldin fundur með stjórn þorrablótsnefndar og verður tíminn í kvöld notaður til að fínpússa alla lausa enda því það eru ekki nema 16 dagar í blótið.
Þess má geta að þetta er 3ja þorrablótið sem ég kem að og einnig stærstur hluti núverandi nefndarmanna. Segja má að Þorrablót UMFA hafi slegið í gegn og hafa færri komist að en vilja og blótin tekist afar vel og öll umgjörð hefur verið eins og best verður á kosið. Í ár verður það Ingó og Veðurguðirnir sem munu halda uppi stuðinu fram á nótt.
Hin Mosfellska og frábæra hljómsveit Bob Gillan og Ztrandverðirnir munu hita mannskapinn upp eins og fyrri ár, eru meðlimir sveitarinnar orðnir fastur partur á blótinu sem og Vignir í Hlégarði en hann sér af sinni einstöku snilld um allar kræsingarnar.
Barna og unglingastarf Aftureldingar nýtur góðs af öllum hagnaði sem hlýst af kvöldinu og bindum við miklar vonir við að þorrablótsgestir fyrri ára haldi áfram að styðja við bakið á yngstu kynslóðinni sem stunda sínar íþróttir í Aftureldingu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 6. janúar 2010
Brennan var stórkostleg !
Þrettándabrennan stóð svo sannarlega fyrir sínu og mannfjöldinn var rosalegur! Það virðist vera að það séu sett aðsóknarmet á hverju ári, og veðrið var frábært.
Flugeldasýninginn var að vanda sú flottasta.
Við skemmtum okkur konunglega :)
Hérna er verið að gera sig klára fyrir kyndlagönguna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 6. janúar 2010
Þrettándabrenna í kvöld
Undanfarin ár hefur verið haldin þrettándabrenna í Mosfellsbæ og af mörgum talin ein sú flottasta þótt víða væri leitað.
Lagt verður af stað frá miðbæjartorginu í fylkingu með blys og söng. fjöldasöngur undir stjórn Karlakórs Kjalnesinga, álfakóngur, álfadrottning, Grýla og leppalúði og þeirra hyski verða á svæðinu. Og að sjálfsögðu toppar þetta með glæsilegri flugeldasýningu að hætti Björgunarsveitarinnar Kyndils
Ég mun að sjálfsögðu ekki láta mig vanta og mæti ferskur með alla fjölskylduna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)