Föstudagur, 29. janúar 2010
Við þurfum að stórauka ferðaþjónustu og auka til muna afþreyingarmöguleika og svæði fyrir ferðamenn með það að markmiði að ferðamönnum fjölgi.
Mosfellsbær er fallegur bær sem bíður uppá endalausa útivistarmöguleika, göngu- og hestaferðir, ásamt ýmsum hlaupaleiðum. Glæsilegar sundlaugar og íþróttasvæði ásamt því að við erum með tvo frábæra golfvelli og mótorkrossaðstöðu og margt fleira, þá vantar okkur tilfinnanlega almennilega aðstöðu fyrir ferðafólk hvort sem það er innlent eða erlent. Mosfellsbær á að geta boðið uppá alla þjónustu og vera sveit í borg og gefa ferðalöngum kost á því að sameinast á góðu almenningssvæði og slá upp tjaldborgum með allri nauðsynlegri aðstöðu. Þetta bíður uppá það að við getum haldið hér stórviðburði á við Landsmót og fleiri stórviðburði. Með þessu aukum við enn möguleika bæjarins á því að auka tekjur sínar með aukinni verslun í heimabyggð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.