Þriðjudagur, 26. janúar 2010
Offita barna og unglinga.
Í dag var sett í loftið ný heimasíða sem fjallar um offitu barna og unglinga http://lettariaeska.is/
Á síðunni sem er farið yfir þá staðreynd að offita barna hefur aukist til muna á síðustu árum og áratugum. Þar er líka farið yfir það hvað er til ráða, hverjar eru afleiðingarnar og margt fleira.
Ég set hérna texta beint af síðunni sem segir hverjar heilsu leiðir og ráð eru til að koma í veg fyrir offitu barna og unglinga. Þetta er frábær síða og gott framtak og sannar enn og aftur hvað íþróttir og hreyfing er holl fyrir alla.
Ráð
Þegar ná á árangri í ofþyngd og offitu barna og unglinga er mikilvægt að hafa í huga að megrunarkúrar eru ekki æskileg leið þar sem börn eru að vaxa og þroskast og þurfa á fjölbreyttu og næringarríku mataræði að halda. Árangur í ofþyngd er langtímamarkmið sem miðast að því að börn og unglingar í örum vexti hætti að þyngjast þar til líkamsþyngd samsvarar líkamshæð og barnið er komið í kjörþyngd. Æskilegt er að unglingar sem eru ekki lengur í örum vexti missi um 0,5 til 1 kg. á viku þar til kjörþyngd er náð og viðhalda þeirri þyngd.
- Börn þurfa reglulega hreyfingu a.m.k eina kls. á dag
- Börn þurfa margbreytilega hreyfingu
- Börn þurfa hvatningu til þess að stunda skipulagða íþróttastarfsemi
- Börn þurfa hvatningu til að viðhalda þeirri hreyfingu sem þau hafa tileinkað sér
- Börn þurfa hvatningu til að stunda leiki, útileiki og aðra almenna hreyfingu
- Börn þurfa hvatningu í að ganga eða hjóla á milli staða í stað þess að fara á bíl
- Börn þurfa reglur um sjónvarpsáhorf og tölvuleikja notkun, ekki meira en tvo tíma á dag
- Börn þurfa að borða reglulega eða fimm til sex sinnum á dag
- Börn þurfa að borða morgunmat
- Börn þurfa að kynnast fjölbreyttu mataræði frá unga aldri
- Börn þurfa hollt og næringarríkt mataræði sem hæfir aldri þeirra og þroska
- Börn þurfa að borða ávexti og grænmeti, minnst fimm á dag
- Börn þurfa að hafa reglulega matmálstíma
- Börn þurfa að borða fisk a.m.k tvisvar í viku
- Börn þurfa að borða fituminni mjólkurvörur í stað fituríkra
- Börn þurfa að borða trefjaríkan mat
- Börn þurfa að borða lítið af sælgæti
- Börn þurfa að drekka mikið vatn
- Börn þurfa að drekka lítið af gosdrykkjum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.