Vel heppnað þorrablót.

Þorrablótinu lauk eiginlega ekki fyrr en fór að líða á seinni part dags í dag. Eftir að hafa verið komin heim rétt fyrir klukkan fimm í fyrrinótt eftir létta tiltekt þá var hafist handa aftur í dag kl. 12:00 til að klára að þrífa og koma öllu á sinn stað. Taka saman dansgólfið, sviðið, tjöldin, barina, kælana,dósirnar, ruslið, stólana, borðin og allt hitt.

Ég fékk símtal frá bróður mínum í dag og þegar maður fer að telja upp í símanum allan undirbúninginn og smáatriðin sem þorrablótsnefndin þarf að hafa í huga þá eiginlega fattaði maður það sjálfur hvað það er í raun ótrúlega mikið sem þarf að huga að fyrir eitt stykki þorrablót.

Maður fer að skilja orðatiltækið "Róm var ekki byggð á einum degi" þegar allt þetta er afstaðið.

Mér langar að nota tækifærið og þakka öllum sem eru með mér í nefndinni fyrir frábæran árangur og glæsilegt kvöld í gær. Og allir þeir sem komu að þessu með okkur eiga heiður skilið.

Ég segi líka til hamingju allir Mosfellingar fyrir glæsilegt þorrablót og vonandi er þetta komið til að vera um ókomna framtíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Heill og sæll Rúnar.

Þetta var einstaklega velheppnað og skemmtilegt þorrablót. Þið eigið öll miklar þakkir skyldar í nefndinni fyrir þá miklu vinnu sem þið hafið lagt á ykkur til að gera viðburð sem þennan að veruleika í bæjarfélaginu.

Bestu kveðjur úr Tungunni frá Kalla Tomm. 

Karl Tómasson, 24.1.2010 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband