Hver á að borga?

Gefum okkur það að ég reki vinsælustu SPA stofur landsins og ég sé með útibú um allt land, landsmenn keppast við að koma í allar meðferðirnar sem í boði eru og labba alltaf glaðir út eftir allar strokurnar og ráðin sem starfsmenn mínir hafa ráðlagt öllum viðskiptavinunum. Allt gengur eins og í sögu og fyrirtækið blómstrar og peningarnir streyma inn og mér líður eins og ég geti sigrað heiminn.

Á þessum tímapunkti þá ákveð ég að færa fyrirtækið á næsta "level" og setja upp SPA stofur í Bretlandi og Hollandi. Frábær hugmynd, nú skulu Bretarnir og Hollendingar finna hvernig alvöru SPA er í raun og veru, þeim mun líða eins og ný útsprunginni rós alla daga og líðan þeirra verður sem aldrei fyrr.

Það er best að byrja á því að selja öllum árskort því það er langhagstæðast fyrir viðskiptavinina og þeir munu græða mest á því. Já viti menn, árskortin flugu út og allt ætlaði um koll að keyra. Ég var að verða kóngurinn sjálfur og allir peningarnir sem viðskiptavinirnir komu með vááá ég þarf bara að koma þeim í örugga hirslu á einhverri góðri eyju sem engin getur fundið þá því ég ætla að eiga þá fyrir sjálfan mig og engan annan.

Skömmu seinna kemur svo að því..., vegna vatnsleka heima á íslandi í stærstu SPA höllinni og ég komst að því að ég hafði gleymst því í allri gleðinni að sá sem átti að sjá um að borga leiguna fyrir mig var bara búin að setja allan peninginn í eigin vasa og skuldirnar því staflast upp. Það er ekkert hægt annað að gera en að loka í útlöndum og hérna heima og reyna að gera sem best úr þessu.

Þá koma að sjálfsögðu allir korthafarnir og krefjast þess að fá árskortin sín endurgreidd!! Úpps hver á að borga?? Ég er eiginlega búin með allan peninginn í kampavín og veisluhöld og get nú ekki farið að hrófla neitt við aurunum sem ég er með á eyðieyjunni...  ég þarf jú að eiga til mögru árana.

Ég veit.. látum bara íslensku þjóðina borga þetta fyrir mig til baka! Við Íslendingar erum alltaf svo gott fólk við hljótum að geta bætt þessu við okkur.

 


mbl.is Bjarni: Eigum aðra kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað kemur þetta honum Bjarna við? Þessari grein við? Næ alveg tengingunni í Icesave en afhverju að tengja þetta við grein á mbl sem er um Bjarna?

Langar frekar að ræða um hann Bjarna sem segist vilja Þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir um mánuði síðan þegar það hentaði honum en er svo snöggur að bakka út úr því þegar það hentar honum ekki.  Verður nú að vera smá samkvæmur sjálfum sér, þó svo að það sénú reyndar ekki hefðin hjá stjórnmálaflokkum á Íslandi, en þetta var bara full stutt á milli.

Svo má benda á að það gilda önnur lög um banka en fyrirtæki, þó svo að bæði séu einkarekin.

Tryggvi (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 18:30

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já þeir eru orðnir nokkuð margir Bjarnarnir og allir sem hafa áhuga á að skilja hvað er í gangi þar á bæ í raun hljóta að skilja minna og minna eftir því sem hann verður meir ósamkvæmur sjálfum sér án virkilegs rökstuðnings.

Bjarni númer eitt er góður drengur.

Svo kemur Bjarni númer tvö sem er að bjarga sinni eigin fjölskyldu, sem er skiljanlegt.

Svo kemur Bjarni númer þrjú sem er flæktur inn í auðvalds... ég veit ekki hvað.

Svona mætti líklega lengi telja. Drengurinn er í klípu og þarf svo að sameina sjálfann sjálfstæðisflokkinn. Ja almættið hjálpi honum við það gjörspillta verkefni. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.1.2010 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband