Föstudagur, 8. janúar 2010
Tilkynning um framboð í Mosfellingi
Ég tilkynnti um framboð mitt í síðasta tölublaði Mosfellings sem kom út þann 18. desember.
Hér má sjá þá tilkynningu:
Rúnar Bragi sækist eftir fjórða sætinu
Rúnar bragi Guðlaugsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer 6. febrúar. Rúnar starfar sem innkaupastjóri Fríhafnarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Rúnar situr í stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Mosfellsbæ. Hann hefur einnig unnið að ýmsum félagsstörfum, m.a. verið í stjórn barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar UMFA auk þess sem hann hefur verið formaður Þorrablótsnefndar.
"Ástæða þess að ég gef kost á mér er einlægur áhugi á að láta gott af mér leiða samfélaginu til heilla. Þetta er mikil áskorun og vil ég leggja mtt af mörkum til að gera góðan bæ betri," segir Rúnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.