Þorrablótsfundur í kvöld

Í kvöld verður haldin fundur með stjórn þorrablótsnefndar og verður tíminn í kvöld notaður til að fínpússa alla lausa enda því það eru ekki nema 16 dagar í blótið.

Þess má geta að þetta er 3ja þorrablótið sem ég kem að og einnig stærstur hluti núverandi nefndarmanna. Segja má að Þorrablót UMFA hafi slegið í gegn og hafa færri komist að en vilja og blótin tekist afar vel og öll umgjörð hefur verið eins og best verður á kosið.  Í ár verður það Ingó og Veðurguðirnir sem munu halda uppi stuðinu fram á nótt.

Hin Mosfellska og frábæra hljómsveit Bob Gillan og Ztrandverðirnir munu hita mannskapinn upp eins og fyrri ár, eru meðlimir sveitarinnar orðnir fastur partur á blótinu sem og Vignir í Hlégarði en hann sér af sinni einstöku snilld um allar kræsingarnar.

Barna og unglingastarf Aftureldingar nýtur góðs af öllum hagnaði sem hlýst af kvöldinu og bindum við miklar vonir við að þorrablótsgestir fyrri ára haldi áfram að styðja við bakið á yngstu kynslóðinni  sem stunda sínar íþróttir í Aftureldingu.

Þorrablót UMFA 2010


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri forseti (þorrablótsnefndar)

Takk fyrir góðan fund, alltaf jafn skemmtilegt og hressandi að hitta ykkur...

kv. úr Rituhöfðanum

Anna Ólöf (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband