120 manns mættu í Hlégarð.

FramboðsfundurÞað var góð mæting í gær á framboðsfundinum í Hlégarði og um eða yfir 120 manns voru mættir til að heyra í öllum 15 frambjóðendunum. Snorri Gissurarson formaður Sjálfstæðisfélagsins setti fundinn og frambjóðendur héldu sínar ræður.

Það er alveg á hreinu að það verður erfitt að gera upp á milli frambjóðenda því hópurinn er stórgóður og allir stóðu sig með prýði í sínum ræðum.

Eftir að allir höfðu flutt ræðurnar þá skiptum við okkur á milli borða og fengu gestir að spyrja okkur spjaranna úr. Það var mjög fróðlegt að heyra hvað bæjarbúar höfðu að segja, og sum mál voru heitari en önnur. Það var samt greinilegt að atvinnumál eru ofarlega á baugi hjá þorra bæjarbúa.

Ég vona að við höfum náð að gera fólki auðveldara með að ákveða hvað þeir munu kjósa á laugardaginn nk.

Munið bara að setja 4 fyrir framan nafnið hjá mér Smile

(Ath ég fékk myndirnar hérna lánaðar hjá Herdísi af fésbókinni)

Framboðsfundur_2Framboðsfundur_3Framboðsfundur_4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband