Síðast fauk allt um koll !

logo

Landsmót var siðast haldið í Mosfellsbæ 1990 og þá brugðust veðurguðir bæjarbúum og þátttakendur voru í sögulegu lágmarki.  Er ekki komin tími á að Mosfellingar fái tækifæri til að sína gestrisni sína og bjóða heim?

Rifjum það aðeins upp..

20. Landsmót UMFÍ í Mosfellsbæ 12. - 15. júlí 1990

Ungmennasamband Kjalarnesþings sá um undirbúning og framkvæmd mótsins en það fór fram dagana 12. - 15. júlí. Að þessu sinni brugðust veðurguðirnir gjörsamlega er þeir skelltu á mannskapinn veðri sem aldrei hafði sést á Landsmóti fyrr. Fyrsta mótsdaginn var veður hið besta en á föstudaginn byrjaði að hvessa og á laugardaginn gerði ofsarok, allt lauslegt fauk, tjöld losnuðu upp og fuku af stað svo að til vandræða varð. Af þessu leiddi að áætlanir um aðsókn brugðust og voru mótsgestir aðeins 5000 talsins.
Mótið hófst formlega með hátíðlegri athöfn á fimmtudagsmorgni að viðstöddum forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Hún ávarpaði mótið og gróðursetti síðan birkiplöntur, með aðstoð mótsgesta, í nýjum skrúðgarði við Varmárvöll. Sjálf setningarathöfnin fór svo fram á föstudagskvöldinu. Þar fluttu ávörp Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra og Svavar Gestsson menntamálaráðherra. F.h. íþróttamanna talaði hlaupastelpan Fríða Rún Þórðardóttir. Fimleikaflokkur frá UMSK og Danmörku sýndu, sýningarleikur var í ruðningsbolta og söngfuglar af ýmsu tagi skemmtu. Heiðursgestur mótsins var Hafsteinn Þorvaldsson fyrrum formaður UMFÍ.

Keppendur voru 1466 frá 28 samböndum. Keppt var í frjálsum íþróttum, sundi, borðtennis, glímu, júdó, starfsíþróttum, blaki, bridds, fimleikum, handknattleik, knattspyrnu, körfuknattleik og skák. Meðal sýningargreina sem keppt var í voru golf, íþróttir fatlaðra, karate, siglingar og hestaíþróttir. Sýningarmenn voru 573.

Staðreyndir um Landsmót.

Landsmót UMFÍ er fjölmennusta íþróttamót á Íslandi. Fyrsta mótið var haldið árið 1909, en síðan 1940 hafa þau verið haldin 3ja hvert ár með undantekningum. Á Landsmótum er keppt í mörgum greinum íþrótta auk ýmissa starfsíþrótta eins og dráttarvélarakstri, starfshlaupi, línubeitingu auk annarra greina. Fjöldi keppenda er um 2000 og þeir sem koma og fylgjast með eru frá 12 til 20.000, en hefur mest farið uppí 25.000 manns árið 1965 á Laugarvatni.

Það sem gerir mót þetta að stórviðburði á Íslandi er hinn mikli fjöldi keppenda og áhorfenda auk mikillar fjölbreytni í keppnisgreinum.

Landsmót UMFÍ hafa sett sterkan svip á íslenska íþróttasögu og þeim hefur jafnan fylgt mikil uppbygging á þeim stöðum sem mótin eru haldin. Þegar verið haldin 25 Landsmót, en það 26. verður haldið árið 2009 á Akureyri og eru 100 ár síðan fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið en það var einmitt haldið á Akureyri 1909. 100 ára sögu Landsmóta UMFÍ verður því fagnað á Akureyri 9.-12. júlí 2009.


mbl.is Fimm sækja um unglingalandsmót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

væri þá ekki best að sækja um fyrst????

Sveinn Elías Hansson, 13.1.2010 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband