Taktu þátt í að móta bæinn þinn.

taktuþatt


Framboðslisti samþykktur

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ var samþykktur á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna  sl. föstudag. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri  leiðir listann. Í næstu sætum eru, Herdís Sigurjónsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Hafsteinn Pálsson og Kolbrún G. Þorsteinsdóttir. 

Á listanum eru 3 konur í fimm efstu sætunum Kynja og aldursskipting á listanum er dreifð, 6 konur og 8 karlar skipa og listann og yngsti frambjóðandinn Hjörtur Methúsalemsson er fæddur 1991 en aldursforsetinn, Haraldur Haraldsson er fæddur 1944.

1 Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
2 Herdís Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi / umhverfis- og auðlindafræðingur
3 Bryndís Haraldsdóttir Atvinnurekandi
4 Hafsteinn Pálsson bæjarfulltrúi/verkfræðingur
5 Kolbrún G. Þorsteinsdóttir kennari / lýðheilsufræðingur
6 Rúnar Bragi Guðlaugsson innkaupastjóri
7 Theodór Kristjánsson aðstoðaryfirlögregluþjónn
8 Eva Magnúsdóttir forstöðumaður
9 Hreiðar Örn Zoega Stefánsson framkv.stj. Lágafellssóknar
10 Haraldur Haraldsson fyrrv. framkvæmdastjóri
11 Elías Pétursson framkvæmdastjóri
12 Júlía Margrét Jónsdóttir framkvæmdastjóri
13 Hjörtur Methúsalemsson nemi
14 Ragnheiður Ríkharðsdóttir fyrrv. bæjarstjóri

www.mos.xd.is


Hefðum kannski átt að vera í 2 mínútur!

Það var góð stemning þegar bæjarbúar söfnuðust saman á miðbæjartorginu og reyndu að setja heimsmet í hópknúsi. Manni hlýnaði við faðmlögin og ég er sannfærður um að þótt að ekki hafi náðst að bæta metið með því að vera í faðmlögum í eina mínútu þá hefðum við bara átt að vera í tvær mínútur.

Þá allavega hefðum við slegið metið í 2mín hópknúsi Smile

En allavega þá er þetta íslandsmet og gaman að það sé í eigu okkar Mosfellinga.

Þetta er skemmtilegur viðburður sem ber að viðhalda og ég er sannfærður um að við náum að slá metið.

Mynd frá knúsinu (tekin af mbl.is)  


mbl.is Íslandsmet í hópfaðmlagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór sigur !

Prófkjöri Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ er lokið. Á kjörskrá voru 1341 manns og 15 manna fríður hópur frambjóðenda að keppast um hylli sinna manna í Mosfellsbæ.

Ég sóttist eftir 4.sætinu og endaði að lokum í því sjötta. Það tel ég vera stórsigur allavega fyrir mig persónulega. Ég er svokallaður nýbúi í Mosfellsbæ og hef ekki mikla reynslu í bæjarpólitík.

Að lenda í 6.sæti er frábær árangur sem ég er mjög stoltur af.

Ég er staðráðin í því að nota þetta tækifæri sem kjósendur hafa treyst mér fyrir og láta finna fyrir mínum krafti og áhuga.

Nú tekur við önnur kosningabarátta sem mun enda að kvöldi 29.maí n.k.

Ég vil fá að nota tækifærið hér og þakka öllum þeim sem höfðu trú á mér og gáfu mér sinn stuðning í nýafstöðnu prófkjöri. Þið hafið valið mig til að taka þátt í starfi fyrir bæinn okkar og mun ég hlýða því og gera mitt besta til að gera bæinn okkar að betri bæ.


Glæsilegur hópur

Flottur árangur hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum. Og kjörsókn góð.

Nú býður okkar undirbúningsvinna og kosningabarátta í maí.


mbl.is Haraldur sigraði í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékk 6.sætið

Úrslitin liggja fyrir í prófkjörinu. Ég fékk 6.sætið sem er frábær árangur og er ég mjög sáttur.

Úrslitin urðu þessi:

1.sæti 671 atkvæði Haraldur Sverrisson

2.sæti 364 atkvæði HerdísSigurjónsdóttir

3.sæti 340 atkvæði Bryndís Haraldsdóttir

4.sæti 324 atkvæði Hafsteinn Pálsson

5.sæti 343 atkvæði Kolbrún G. Þorsteinsdóttir

6.sæti 323 atkvæð Rúnar Bragi Guðlaugsson

7.sæti 370 atkvæði Theodór Kristjánsson


Auglýsing frá mér í Mosfellingi.

run_mos


Frambjóðendur í Mosfellingi í dag.

Opnuauglýsing í Mosfellingi í dag.

framb_brú


Formleg kosningabarátta senn að ljúka.

Nú fer að líða að lokum formlegri kosningabaráttu, og kjördagur að renna upp.

Ég vil fá að nota tækifærið og þakka meðframbjóðendum mínum fyrir drengilega og skemmtilega kosningabaráttu. Þessar síðustu vikur og mánuðir hafa verið fróðlegir og ég hef kynnst mikið af nýju og skemmtilegu fólki á leið minni í þessari kosningabaráttu.

Einnig langar mér að nýta  tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa aðstoðað mig og staðið við bakið á mér í kosningabaráttunni.

Ég minni á að kosið er í Lágafellsskóla á morgun frá kl. 10:00 - 19:00. Hvet ég alla til þess að taka þátt og velja sigurstranglegan lista.

 


120 manns mættu í Hlégarð.

FramboðsfundurÞað var góð mæting í gær á framboðsfundinum í Hlégarði og um eða yfir 120 manns voru mættir til að heyra í öllum 15 frambjóðendunum. Snorri Gissurarson formaður Sjálfstæðisfélagsins setti fundinn og frambjóðendur héldu sínar ræður.

Það er alveg á hreinu að það verður erfitt að gera upp á milli frambjóðenda því hópurinn er stórgóður og allir stóðu sig með prýði í sínum ræðum.

Eftir að allir höfðu flutt ræðurnar þá skiptum við okkur á milli borða og fengu gestir að spyrja okkur spjaranna úr. Það var mjög fróðlegt að heyra hvað bæjarbúar höfðu að segja, og sum mál voru heitari en önnur. Það var samt greinilegt að atvinnumál eru ofarlega á baugi hjá þorra bæjarbúa.

Ég vona að við höfum náð að gera fólki auðveldara með að ákveða hvað þeir munu kjósa á laugardaginn nk.

Munið bara að setja 4 fyrir framan nafnið hjá mér Smile

(Ath ég fékk myndirnar hérna lánaðar hjá Herdísi af fésbókinni)

Framboðsfundur_2Framboðsfundur_3Framboðsfundur_4


Framboðsfundur í Hlégarði 3.febrúar kl. 20:00

Á morgun miðvikudag verður haldin framboðsfundur í Hlégarði þar sem okkur frambjóðendum gefst kostur á að kynna okkar málefni og skoðanir fyrir gestum og gangandi, ásamt því að taka á móti spurningum úr sal. Það verður án efa glatt á hjalla og margir sem vilja koma á framfæri spurningum til bæði núverandi bæjarfulltrúa og þeirra sem nú eru að bjóða sig fram í prófkjörinu.

Ég hvet þig til að mæta og taka þátt í umræðunum og fylgjast með ræðum frambjóðenda.

Kveðja,

Rúnar Bragi Guðlaugsson


Úff þá getur maður andað léttar..

Eftir að vera búin að fá að færa til dagskrá og allt að smella, þá fékk maður þær fréttir að flugmenn væru á leiðinni í verkfall á fimmtudaginn. Það er einmitt sami dagur og áætluð brottför okkar er til Þýskalands. Það var komið plan A - B og C en sem betur fer þá er þessi deila leyst.  Allavega um sinn. Ég vona bara að allir gangi sáttir frá borði og ég þurfi ekki að vera með hjartað í buxunum yfir því að einfaldir hlutir eins og framboðsfundur þurfi að færast út af verkfalli. Nóg er nú búið að vandræðast yfir þessu öllu saman.Smile

 


mbl.is Verkfalli flugmanna frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til móts við kjósendur

dreifimidi

Íþróttir og tómstundir barna okkar er besta forvörnin. Tryggjum okkur viðunandi aðstöðu og verum betur í stakk búin og samkeppnishæf við nágrannasveitafélög okkar.

Í Mosfellsbæ er næstum fullkomin aðstaða fyrir börn og unglinga varðandi  íþróttir, tómstundir og aðra menningu.Það er alltaf hægt að gera betur. Það að halda börnum okkar við efnið er okkar besta forvörn og við verðum að tryggja það að viðunandi aðstaða sé áfram og kappkosta við að viðhalda og bæta við þá aðstöðu sem í boði er.

Nú hefur hestafélagið okkar eignast glæsilega reiðhöll og er mikil lyftistöng fyrir hestamenn og þurfum við að halda áfram á þeirri braut sem lögð hefur verið. Næsta verkefni í mínum huga er yfirbyggt íþróttahús með grasvelli, sem á að nýtast fyrir allar almennar úti- og inniíþróttir.

gervigras


Cafe Kidda Rót opnar í Mosfellsbæ.

Það er ánægjulegt að í Mosfellsbæ vilja menn og konur setja á stofn nýtt fyrirtæki.

Í dag átti ég leið framhjá Krónunni og stoppaði hjá Cafe Kidda Rót, en Kiddi sjálfur var þar á fullu ásamt iðnaðarmanni að smíða og koma fyrir nýjum veitingastað sem mun opna um mánaðarmótin næstu jafnvel fyrr. Ég gaf mér á tal við Kidda og líst mér rosalega vel á það sem hann er að gera. Hann var bjartsýnn og vongóður um að Mosfellingar muni taka honum vel og ætlar hann að kappkosta við það að veita fyrsta flokks þjónustu og góðan mat á sanngjörnu verði.

Ég fagna því að menn sýni frumkvæði og kjark og komi hingað til okkar í bæinn til að taka þátt í að byggja hann upp innan frá.

Ég hlakka til þegar Cafe Kidda Rót opnar og óska ég honum góðs gengis.

Cafe_kidda


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband